Faðir Ástríks og Steinríks látinn

Albert Uderzo var tæplega 93 ára þegar hann lést.
Albert Uderzo var tæplega 93 ára þegar hann lést. AFP

Faðir teiknimyndahetjanna Ástríks og Steinríks, Albert Uderzo, er látinn 92 að aldri. Hann lést í svefni á heimili sínu í borginni Neuilly í Frakklandi. 

Uderzo fékk hjartaáfall í svefni en það tengdist ekki kórónuveirunni. Udezo hafði verið ákaflega þreyttur síðustu vikurnar. Þetta sagði tengdasonur hans, Bernard de Choisy við AFP-fréttaveitu.

Albert Uderzo fæddist 24. apríl árið 1927 í Frakklandi en foreldrar hans voru ítalskir. Hann kvæntist eiginkonu sinni Ada Milani árið 1953 og áttu þau eina dóttur Sylvie Uderzo. 

Uderzo sýndi listræna hæfileika strax á unga aldri en það kom ekki í ljós fyrr en við 11 ára aldur að hann var litblindur. Það virtist ekki há honum í starfi sínu en til að finna réttu litina merkti hann þá með límmiða.

Albert Uderzo til hægri og René Goscinny til vinstri á …
Albert Uderzo til hægri og René Goscinny til vinstri á sjöunda áratug síðustu aldar. AFP

Underzo var mikilvirkur listamaður en árið 1951 tók ferill hans sem skopteiknari miklum framförum þegar hann kynntist Rene Goscinny. Þeir smullu saman og áttu framundan gjöfult samstarf næstu áratugina en saman sköpuðu þeir hinu litríku persónur Ástrík og Steinrík sem flestir þekkja. 

Goscinny féll frá árið 1977. Eftir það hélt Underzo áfram að skapa ævintýri þeirra félaga en hafði ávallt nafni þeirra beggja á verkunum. 

Deildur og dómsmál settu svip sinn á fjölskydulífið síðustu árin. Til að gera langa sögu stutt þá voru feðginin ekki á eitt sátt með sölu á höfundarétti á teiknimyndahetjunu Ástrík og Steinrík. Underzo vildi að um leið og hann sjálfur geispaði golunni gilti það sama um félagana tvo sem hann skóp en úr varð að fyrirtækið Hachette keypti réttinn og áfram er haldið að segja frá ævintýrum þeirra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina