Örfáar sálir og nokkrir rauðir strætóar

Örfáar sálir og einn og einn rauður strætó, auk nokkurra bíla, sáust á götum Lundúna í dag. Í dag er fyrsti heili  dagurinn sem útgöngu­bann gildir í Bretlandi og verður það í gildi næstu þrjár vik­urn­ar eða fram til 13. apríl.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti bannið í gær en það er sett til að reyna að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar í land­inu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði var ansi tómlegt um að litast í borginni í dag. Fleiri en tveir mega ekki koma saman á meðan útgöngubannið gildir og verslunum sem ekki selja lífsnauðsynlegan varning hefur verið lokað. 

Al­menn­ings­garðar verða áfram opn­ir en John­son varaði fólk við að hóp­ast þangað, líkt og marg­ir gerðu í góðu veðri um helg­ina: „Ef þið fylgið ekki regl­un­um geta lög­regluþjón­ar sektað ykk­ur,“ sagði Johnson. 

335 hafa látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi. 

mbl.is