Rúmlega 20 þúsund dauðsföll

Heilbrigðisstarfsmaður kastar mæðinni í Madríd á Spáni.
Heilbrigðisstarfsmaður kastar mæðinni í Madríd á Spáni. AFP

Rúmlega 20 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar samkvæmt opinberum tölum. Flestir hafa látist í Evrópu.

Alls hafa 13.581 látist í Evrópu þar af 7.503 á Ítalíu. Þá hafa 3.434 látist á Spáni og 3.281 í Kína.

Frá því í gær­kvöldi hafa fyrstu dauðsföll­in verið skráð í Kam­erún og Níg­er en fyrstu smit­in í Lýb­íu, Laos, Belís, Grenada, Malí og Dóm­iník­an­íska. mbl.is