Streyma frá jarðarförum

Tómlegt er á götum Vínarborgar þessa dagana.
Tómlegt er á götum Vínarborgar þessa dagana. AFP

Útfararstofur í Vín í Austurríki bjóðast til þess að senda jarðarfarir út í gegnum streymi á netinu vegna fólksfjöldatakmarkana í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Samkomur þar sem fimm eða fleiri koma saman eru bannaðar í Austurríki.

Stærsta útfararstofan í Vín hóf fyrir helgi að senda jarðarfarir út í streymi.

Hafa sex jarðarfarir verið sendar út í streymi og segir Jacob Homan, eigandi útfararstofunnar, að fleiri hafi áhuga á þessari ókeypis þjónustu.

„Það er auðvitað erfitt fyrir marga að komast ekki í jarðarfarir,“ sagði Homan í samtali við AFP.

Jarðarfarirnar eru teknar upp á síma og sendar út í gegnum forrit. Þeir sem ætla að fylgjast með fá sent sérstakt lykilorð til þess.

mbl.is

Kórónuveiran

29. mars 2020 kl. 13:53
1020
hafa
smitast
135
hafa
náð sér
25
liggja á
spítala
2
eru
látnir