Vígbúast á tímum veirunnar

AFP

Sala á skotvopnum blómstrar í Bandaríkjunum á tímum kórónuveirunnar og virðist sem fólk hamstri vopn og skotfæri sem aldrei fyrr. Að sögn DavidStone, eiganda Dong'sGuns,AmmoandReloading íTulsa, Oklahoma, hefur salan aukist um 800% síðustu tvær vikur. Hann segir að enn séu til birgðir en ekki sé langt þangað til lagerinn verði tómur hjá honum. Allt bendir til þess að fólk óttist óeirðir á tímum veirunnar í landinu.

AFP

Að sögn Stone eru flestir þeirra sem koma í verslun hans fólk sem er að kaupa vopn og skotfæri í fyrsta skipti. Fólk sem kaupi hvað sem er. „Þetta er ótti vegna kórónuveirunnar,“ segir hann. „Ég skil þetta ekki sjálfur og tel að þetta sé óeðlilegt.“

Í svipaðan streng taka fleiri vopnasalar í Bandaríkjunum og telja þeir einnig að fólk óttist óeirðir og óöld þegar staðan á heilbrigðis- og efnahagssviðinu versnar enn frekar. 

Beðið í röð fyrir utan byssubúð í Kaliforníu.
Beðið í röð fyrir utan byssubúð í Kaliforníu. AFP

Tiffany Teasdale, eigandi Lynnwood Gun í Washington-ríki en íbúar þess hafa orðið einna verst út úr COVID-19 faraldrinum, segir að þegar verslunin opni á morgnana standi fólk fyrir utan í biðröð.

Hún segir að venjulega þyki það afar góður dagur í rekstri fyrirtækisins ef þau selja 20-25 byssur en í dag sé staðan sú að á hverjum degi seljist allt að 150 byssur. Allt stefni í að skammbyssur séu að seljast upp í Bandaríkjunum sem og skotfæri í þær. Eins er mikil sala í AR-15 hálf sjálfvirkum rifflum og í rauninni öllum skotvopnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert