Vilja að föngum í áhættuhópi verði sleppt

Michelle Bachelet segir mikilvægt að vernda viðkvæma fanga fyrir veirunni.
Michelle Bachelet segir mikilvægt að vernda viðkvæma fanga fyrir veirunni. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að föngum í áhættuhópi verði sleppt úr fangelsum til að koma í veg fyrir að þeir smitist af kórónuveirunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. AFP-fréttastofan greinir frá.

„COVID-19 er byrjað að stinga sér niður í fangelsum, miðstöðvum fyrir innflytjendur, á hjúkrunarheimilum og geðsjúkrahúsum, en á þessum stöðum er okkar viðkvæmasta fólk,“ sagði Bachelet meðal annars í yfirlýsingu sinni.

„Ég hvet yfirvöld til að skoða leiðir til þess að láta lausa þá sem eru í áhættuhópi, eldri og veika fanga, sem og þá sem sitja inni fyrir væg afbrot,“ sagði hún jafnframt.

Hvergi í heim­in­um er hlut­fall fanga jafn hátt og í Banda­ríkj­un­um, en sér­fræðing­ar hafa varað við því að þegar smit grein­ist í fang­elsi muni það breiðast hratt út þar. 

Um 2,2 millj­ón­ir fang­ar eru í banda­rísk­um fang­els­um en það er tæp­lega fjórðung­ur allra fanga í heim­in­um. Mannúðarsam­tök, lækn­ar og þing­menn hafa varað við af­leiðing­um þess þegar kór­ónu­veir­an fer að herja á fang­elsi lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert