Ætla að prófa 500 þúsund á viku

Biðstofa sjúkrahúsi í borginni Essen í Þýskalandi.
Biðstofa sjúkrahúsi í borginni Essen í Þýskalandi. AFP

Þjóðverjar taka 500 þúsund sýni á viku hjá einstaklingum vegna gruns um kórónuveirusmit. Lykilatriði er að greina veiruna snemma, að sögn veirufræðings. Enn sem komið er hafa tillölulega fáir látist af völdum veirunnar í landinu miðað við þann fjölda sem hefur greinst með hana þar. 

Fjölmargar rannsóknarstofur eru víðsvegar um landið og spila þær stórt hlutverk í að greiðlega gengur að greina sýni, segir Christian Drosten, framkvæmdastjóri veirufræðistofnunar háskólasjúkrahússins Charite í Berlín. 

Stjórnvöld hafa einnig heitið að verja 150 milljón evra í að bæta ennfremur samskiptaleiðir milli sjúkrahúsa og rannsóknastofa um heilsufar sjúklinga í von um að upplýsingaflæðið auki líkur á þróun bóluefnis.    

Samkvæmt tölum frá Robert Koch-stofnuninni hafa rúmlega 36 þúsund manns greinst með veiruna og 198 látist. Dánartíðnin er 0,54% sem er mun lægra en á Spáni þar sem hún er 7,3% en þar í landi hafa 4.089 manns látist og 56.188 greinst. Í Frakklandi hafa 1.331 látist og 25.233 greinst með veiruna og þar er dánartíðnin 5,2%.

Þjóðverjar virðast taka á kórónuveirufaraldrinum af festu en þar mega til að mynda ekki fleiri en tveir koma saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert