Hughreystandi merki á Ítalíu

Allt verður í lagi, stendur á þessari teikningu sem börn …
Allt verður í lagi, stendur á þessari teikningu sem börn í Lombardy-héraði á Ítalíu teiknuðu. AFP

Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir það hughreystandi merki að það virðist hafa hægt á útbreiðslu kórónuveirunnar á Ítalíu og dánartölur þar fari lækkandi dag frá degi. Það sé þó of snemmt að segja til um hvort það versta væri yfirstaðið. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Ástandið er enn mög alvarlegt en við erum þó farin að sjá hughreystandi merki. Á Ítalíu, þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Evrópu, virðist hafa tekist að hefta útbreiðsluna lítillega. Það er þó enn oft snemmt að segja til um það hvort faraldurinn hafi náð hámarki í landinu,“ sagði Hans Kluge, yfirmaður Evrópuskrifstofu WHO, á blaðamannafundi í morgun.

Yfir 74 þúsund kórónuveirusmit hafa verið staðfest á Ítalíu og rúmlega 7.500 hafa látist vegna hennar þar í landi. En Ítalía er það Evrópuríki sem hefur orðið verst úti vegna veirunnar, þó Spánn fylgi fast á eftir.

Ítalía er það Evrópuríki sem verst hefur orðið úti vegna …
Ítalía er það Evrópuríki sem verst hefur orðið úti vegna kórónuveirunnar. AFP
mbl.is