Vaktaskipti á gjörgæslunni á tveggja tíma fresti

Sýnataka fyrir utna Yangji spítalann í Seoul í Suður-Kóreu fyrr …
Sýnataka fyrir utna Yangji spítalann í Seoul í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. AFP

Á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Seoul Suður-Kóreu eru vaktaskipti á tveggja tíma fresti. Ástæðan er einföld, en búnaðurinn sem læknar og hjúkrunarfræðingar klæðast á meðan það annast sjúklingana er svo íþyngjandi að ómögulegt er að klæðast honum lengur en tvo tíma í senn. 

Sérstakur öndunarbúnaður er í búningunum sem kemur í veg fyrir að starfsfólkið andi að sér loftinu inni á gjörgæslunni og er þungt að bera búnaðinn og annast sjúklinga samtímis. Sjúklingarnir sem liggja á deildinni þurfa stanslausa umönnun en nær allir eru í öndunarvélum sökum COVID-19. 

Laura Bicker, fréttaritari BBC í Seoul, ræddi við nokkra hjúkrunarfræðinga að vakt lokinni og voru þær kófsveittar eftir átökin. 

„Það er erfitt að heyra og skilningarvitin verða ónæmari,“ segir Jang Bok-soon, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni. Hún segir að erfiðast sé að eiga í samskiptum við samstarfsfólkið. „Það getur verið áhyggjuefni.“

9.241 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Suður-Kóreu og 131 hefur látið lífið. 4.144 hafa náð fullum bata. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert