Skrifar undir aðgerðapakka þingsins

Trump skrifaði undir lögin þeim til staðfestingar í kvöld að …
Trump skrifaði undir lögin þeim til staðfestingar í kvöld að íslenskum tíma. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað lög sem innleiða stærsta aðgerðapakka í nútímasögu Bandaríkjanna. Á sama tíma varð ljóst að 18 þúsund tilfelli kórónuveirusýkingar hafa bæst við opinberar tölur þar í landi og er fjöldi staðfestra smita nú kominn yfir hundrað þúsund.

Að minnsta kosti 1.475 manns eru látnir í Bandaríkjunum af völdum veirunnar.

Pakkanum, sem hljóðar upp á tvær bill­jónir banda­ríkja­dala, eða um 280 þúsund millj­arða ís­lenskra króna, er ætlað að bregðast við efna­hags­áfall­inu sem far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar hef­ur og mun hafa í för með sér.

Ameríka í fyrsta sæti

Fel­ur hann meðal ann­ars í sér at­vinnu­leys­is­bæt­ur fyr­ir ein­stak­linga, fjár­veit­ing­ar til ríkja og risa­stór­an björg­un­ar­sjóð fyr­ir þau fyr­ir­tæki sem far­ald­ur­inn kem­ur illa við.

„Ég vil þakka demókrötum og repúblikönum fyrir að hafa komið saman og sett Ameríku í fyrsta sæti,“ sagði Trump við undirritunina í Hvíta húsinu.

Fyrr í dag skipaði hann bílaframleiðandanum General Motors að byrja að framleiða öndunarvélar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert