Íhugar að setja New York-ríki í sóttkví

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga það að New York ríki verði allt sett í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 

„Við viljum sjá það í sóttkví því það er suðupottur. Ég er að íhuga það,“ sagði forsetinn við blaðamenn í dag. 

Staðfest smit eru rúmlega 52.000 í ríkinu sem er um það bil helmingur allra staðfestra smita í Bandaríkjunum. 

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist þó ekki hafa rætt mögulega sóttkví við forsetann. „Ég ræddi ekki við hann um neina sóttkví,“ sagði ríkisstjórinn skömmu eftir að hann ræddi við forsetann í síma. „Ég hef ekki átt neinar slíka samræður. Ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir.“

Cuomo líst ekki vel á sóttkví

„Kannski þurfum við ekki að gera það en það er möguleiki að einhvern tímann í dag fyrirskipum við sóttkví, til styttri tíma, tvær vikur,“ sagði forsetinn í dag, en auk New York er einnig möguleiki á að New Jersey og Connecticut verði sett í sóttkví. 

Cuomo hélt daglegan upplýsingafund vegna kórónuveirunnar í dag, skömmu eftir að Trump lét ummælin falla. 

„Ég veit ekki einu sinni hvernig væri hægt að framkvæma þetta lagalega séð. Og frá læknisfræðilegu sjónarhorni veit ég ekki hverju þú værir að reyna að áorka með þessu,“ sagði Cuomo. 

„En ég get sagt að mér líst ekki vel á þetta. Ég veit ekki einu sinni hvað ætti að felast í þessu en ég get strax sagt að mér lítist ekki á þetta.“

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir