N-Makedónía 30. ríki NATO

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Norður-Makedónía varð í gær 30. ríki Atlantshafabandalagsins (NATO). Aðildarríki bandalagsins samþykktu á fundi í febrúar í fyrra að veita ríkinu aðild, en það var loks í gær sem aðildarsamningur ríkisins var undirritaður í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.

Makedón­sk og grísk stjórn­völd náðu árið 2018 samkomulagi sem batt enda á ára­lang­ar deil­ur ríkj­anna tveggja um notk­un á nafn­inu Makedón­ía en þær deilur höfðu staðið í vegi fyrir aðild Makedóníu (nú Norður-Makedóníu) að bæði Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu þar sem Grikkir beittu neitunarvaldi sínu. Hófst aðildarferli ríkisins stuttu síðar.

Á fimmtudag var svo tilkynnt að ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna 27 hefðu samþykkt að hefja aðildarviðræður við Norður-Makedóna og Albana. Ríkin tvö hafa sóst eftir því um skeið að hefja viðræður en Evrópusambandið gerði ýmsa fyrirvara um umbætur í stjórnkerfi landanna áður en þær gætu hafist.

Utanríkisráðuneyti Norður-Makedóníu var sveipað bláum ljóma í gær í tilefni …
Utanríkisráðuneyti Norður-Makedóníu var sveipað bláum ljóma í gær í tilefni tímamótanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert