Rússar loka landamærum sínum

AFP

Stjórnvöld í Rússlandi munu loka landamærum landsins tímabundið frá og með mánudeginum 30. mars til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 

Umferð um alþjóðleg landamæri við Rússland verður lokað með nokkrum undanþágum, meðal annars fyrir diplómata. Ekki liggur fyrir hve lengi lokunin verður í gildi en aðrar aðgerðir Rússa hafa verið framlengdar til 5. apríl. 

Yfir 20.000 dauðsföll vegna COVID-19 hafa nú verið staðfest í Evrópu, flest á Ítalíu þar sem hátt í 10.000 manns hafa látist. 

Staðfest smit í Rússlandi voru á föstudag rúmlega eitt þúsund talsins. 

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir