Séra Joseph Lowery látinn

Barrack Obama þáverandi Bandaríkjaforseti veitir Lowery frelsisorðuna.
Barrack Obama þáverandi Bandaríkjaforseti veitir Lowery frelsisorðuna. AFP

Mannréttindafrömuðurinn séra Joseph Lowery er látinn 98 ára að aldri. Séra Lowery var ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna og náinn vinur Martin Luther King yngri. 

Lowery var einn stofnenda SCLC samtakanna, Southern Christian Leadership Confrence, mannréttindasamtaka sem berjast fyrir kynþáttajöfnuði. Þar starfaði Lowery náið með Martin Luther King og varð hann náinn vinur King fjölskyldunnar. Lowery var forseti samtakanna frá árinu 1977 til ársins 1997. 

Lowery flutti ræðu við innsetningarathöfn Barrack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 2009. Stuttu síðar veitti Obama honum frelsisorðu Bandaríkjanna sem er æðsti heiður almennra borgara. 

Lowery giftist baráttukonunni Evelyn Gibson árið 1950 og áttu þau saman þrjár dæur. Þá átti Lowery einnig tvo syni úr fyrra hjónabandi. 

AFP
mbl.is