715.204 smit — 33.568 látnir

Alls hafa 715.204 smit verið staðfest af kórónuveirunni í heiminum í morgun. Af þeim eru 33.568 látnir í 183 löndum. 

Langflestir hafa smitast í Bandaríkjunum eða 143.025 en þar eru 2.514 látnir. Á Ítalíu hafa 97.689 smitast og 10.779 látist.

Í Kína eru smitin 81.470 og 3.304 eru látnir. En tekið er fram í frétt AFP-fréttastofunnar að þetta séu tölur frá því klukkan átta í morgun. Alls ekki sé um réttar tölur að ræða því í mörgum löndum eru aðeins tekin sýni úr þeim sem talið er að séu með veiruna og eru á sjúkrahúsi. Í öðrum löndum, svo sem Frakklandi, er tala látinna miðuð við þá sem látast á sjúkrahúsum en þeir sem deyja á dvalarheimilum og heima hjá sér eru ekki taldir með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert