Facebook styrkir fréttamiðla

Facebook leggur áherslu á áreiðanlegar upplýsingar í tengslum við kórónuveiruna.
Facebook leggur áherslu á áreiðanlegar upplýsingar í tengslum við kórónuveiruna. AFP

Facebook ætlar að styrkja fréttamiðla um 100 milljónir dollara, eða um 14 milljarða króna, vegna kórónuveirunnar. Samfélagsmiðillinn segir að mikil þörf sé á áreiðanlegum upplýsingum um Covid-19.

„Fréttamiðlar starfa undir erfiðum kringumstæðum við að segja fólki frá Covid-19-faraldrinum,“ sagði í Campell Brown, yfirmaður hjá Facebook.

„Á tímum þegar meiri þörf er á blaðamennsku en nokkru sinni fyrr eru auglýsingatekjur að dragast saman vegna slæms efnahagsástands í tengslum við veiruna,“ sagði Brown og bætti við að blaðamenn á smærri fjölmiðlum eigi mest undir högg að sækja, á sama tíma og mikils er ætlast af þeim um að greina frá nýjustu fréttum um veiruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert