Færri tilfelli greinast á Ítalíu

AFP

Ekki hafa færri tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest á einum sólarhring á Ítalíu frá því 17. mars. Virðist því eitthvað vera að hægja á faraldrinum þar í landi, en Ítalía er það land sem verst hefur orðið úti vegna kórónuveirunnar. The Guardian greinir frá.

812 dauðsföll voru staðfest þar í landi síðasta sólarhringinn en það eru fleiri dauðsföll en síðustu tvo sólahringa á undan. Fækkun staðfestra tilfella fær menn engu að síður til að binda vonir við að eitthvað sé að hægja á faraldrinum, en tilfellum hefur núna fækkað tvo sólahringa í röð. Tæplega 4.000 einstaklingar eru þó í alvarlegu ástandi á gjörgæslu.

Samkvæmt opinberum tölum hafa samtals tæplega 102 þúsund smit verið staðfest á Ítalíu en líklegt er að þau séu eitthvað fleiri þar sem sýni hafa aðallega verið tekin úr þeim sem eru mikið veikir. Þá hafa samtals rúmlega 11.500 einstaklingar látist af völdum veirunnar þar í landi. Langflestir í Lombardy-héraði. Tæplega 15 þúsund einstaklingar hafa náð bata eftir að hafa veikst af COVID-19 sem kórónuveiran veldur.

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir