Herskip með 1.000 sjúkrarúmum komið til New York

Skipið er búið um þúsund sjúkrarúmum.
Skipið er búið um þúsund sjúkrarúmum. AFP

Sjúkraskip úr bandaríska flotanum er nú komið til New York-borgar til að létta undir með spítölum borgarinnar sem eru við það að springa af fjölda sjúklinga vegna kórónuveirunnar sem herjar nú á borgina af miklum þunga. Um 1.000 sjúkrarúm eru um borð í skipinu og þar verður tekið við sjúklingum sem glíma við önnur veikindi en COVID-19 sem kórónuveiran veldur. Skipið lagðist að bryggju á Manhattan rétt fyrir klukkan 11 í morgun. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í gær var til­kynnt um 161 dauðsfall í New York-borg á einni nóttu. Það þýðir að yfir eitt þúsund eru látn­ir í rík­inu öllu. Þar á meðal var barn yngra en 18 ára en ekki hef­ur verið upp­lýst annað en að sjúk­ling­ur­inn hafi verið með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Sjúkraflutningafólk segist aldrei hafa upplifað aðra eins tíma og stjórnendur gjörgæsludeilda biðla til skurðlækna um að koma til starfa á deildunum, þar sem ástandið sé orðið óviðráðanlegt

Í Bandaríkjunum hafa samtals verið staðfest um 145 þúsund kórónuveirusmit og um 2.600 hafa látist vegna COVID-19-sjúkdómsins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert