Samkomubann framlengt á Ítalíu

Maður með andlitsgrímu á gangi á Ítalíu.
Maður með andlitsgrímu á gangi á Ítalíu. AFP

Ítölsk yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubann í landinu að minnsta kosti til 12. apríl en það átti að renna út á föstudaginn. Fyrirtækjum í landinu verður einnig áfram lokað vegna kórónuveirunnar.

Alls hefur 11.591 manneskja látið lífið á Ítalíu af völdum veirunnar.

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, segir að allar breytingar varðandi sóttkví verða teknar í litlum skrefum til að koma í veg fyrir að veiran breiðist enn frekar út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert