Van Gogh-málverki stolið

Málverkið sem um ræðir.
Málverkið sem um ræðir. AFP

Málverki eftir hollenska meistarann Vincent van Gogh var stolið snemma í morgun frá safni sem var lokað vegna kórónuveirunnar.

Málverkið var málað árið 1884 og kallast „Parsonage Garden at Neunein in Spring“. Það hafði hangið uppi í safninu Singer Laren skammt frá Amsterdam.

Þjófarnir brutust í gegnum glerhurð og tóku málverkið, sem er metið á allt að sex milljónir evra, eða um 930 milljónir íslenskra króna. „Ég er í áfalli og ótrúlega fúll yfir þessum þjófnaði,“ sagði einn af stjórnendum safnsins, Jan Rudolph de Lorm. „Fólk á að geta séð listaverk, notið þeirra, fengið innblástur frá þeim og öðlast ró, sérstaklega á þessum erfiðu tímum sem nú eru uppi,“ sagði hann.  

Frá blaðamannafundi fyrir utan safnið.
Frá blaðamannafundi fyrir utan safnið. AFP
mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir