Dauðsföllum á Spáni fer fjölgandi

849 létu lífið síðasta sólarhing á Spáni en aldrei áður …
849 létu lífið síðasta sólarhing á Spáni en aldrei áður hafa jafn marg­ir lát­ist þar á ein­um sól­ar­hring úr veirunni sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rík­is­stjórn lands­ins. AFP

Dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar heldur áfram að fjölga á Spáni en 849 létu lífið síðasta sólarhring. Aldrei áður hafa jafn marg­ir lát­ist þar á ein­um sól­ar­hring úr veirunni sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rík­is­stjórn lands­ins. Alls hafa 8.189 manns látið lífið á Spáni frá því að veiran náði útbreiðslu þar. 

Dauðsföllum fór fækkandi sólarhringinn þar á undan sem veitti örlitla von um að aðgerðir væru loks að skila einhverju en nú fer dauðsföllum aftur fjölgandi. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið af völdum kórónuveirunnar. 

9.222 nýsmit greindust síðasta sólarhringinn og alls hafa 94.417 smitast á Spáni. Aðeins á Ítalíu og í Bandaríkjunum hafa fleiri smitast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert