Fangar sauma grímur í gríð og erg

Fangar í ungmennafangelsi í Gvatemalaborg hafa tekið höndum saman og saumað andlitsgrímur sem nýtast til að verjast útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 

Markmiðið er að ljúka við fimm þúsund grímur á tveimur vikum en alls taka fangar í fimm fangelsum þátt í framleiðslunni. 

„Þeir hafa kannski gert mistök hér áður fyrr eða valdið skaða en í dag eru þeir að gefa af sér. Þessar grímur eru tákn um líf í þeirri krísu sem við búum við núna,“ segir Francisco Molina, félagsmálaráðherra Gvatemala. 

Fangar í ungmennafangelsi í Gvatemalaborg hafa tekið höndum saman og …
Fangar í ungmennafangelsi í Gvatemalaborg hafa tekið höndum saman og saumað andlitsgrímur sem nýtast til að verjast útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert