Faraldurinn hefur lítil áhrif á loftslagsbreytingar

Loftslagsáhrifin eru orðin sýnileg sums staðar, til að mynda má …
Loftslagsáhrifin eru orðin sýnileg sums staðar, til að mynda má merkja minni mengun í borgum eins og Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, en hana má nær eingöngu rekja til minni bílaumferðar. AFP

Lokun verksmiðja, mikil röskun á flugumferð og umferð almennt í heiminum sökum útbreiðslu kórónuveirunnar hefur lítil áhrif á loftslagsbreytingar, eða að minnsta kosti takmarkaðar. Þetta er mat Alþjóðaveður­fræðistofn­unar Sam­einuðu þjóðanna, WMO. 

Lars Peter Riishøjgaard, talsmaður stofnunarinnar, segir að aðeins sé um skammgóðan vermi að ræða. Hann segir að ef litið er til skammtímaáhrifa eru þau þó nokkur, útblástur koltvíoxíðs minnkar með minnkandi bíla- og flugumferð. 

„En við búumst við því að áhrifin muni ekki vara lengi,“ sagði hann á fjarblaðamannafundi í dag. 

„Faraldrinum lýkur á einhverjum tímapunkti og þá snýr heimsbyggðin aftur til sinna starfa, útblástur mun aukast á ný,“ bætti hann við. 

Áhrifin eru orðin sýnileg sums staðar, til að mynda má merkja minni mengun í borgum eins og Nýju Delí, höfuðborg Indlands, en hana má nær eingöngu rekja til minni bílaumferðar. 

Riishøjgaard segir að áhrifin, ef einhver verða, verði í mesta lagi þau að yfirvöld endurhugsi afstöðu sína gagnvart loftslagsvánni. 

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur bent á að þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur og „allt fer í sama farið“ er ýmislegt sem þarf að ræða þar sem „sama farið“ var í raun hættuástand. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 13:26
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir