Hafa þurft að eyða færslum þjóðarleiðtoga

Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum.
Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum. AFP

Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter vinna hörðum höndum að því að eyða færslum sem innihalda rangar upplýsingar um kórónuveirufaraldurinn. Hafa þeir m.a. þurft að eyða færslum þjóðarleiðtoga.

Þannig þurfti Facebook að eyða myndskeiði sem brasilíski forsetinn Jair Bolsonaro deildi, þar sem því var haldið fram að lyfið hydroxychloroquine virkaði fullkomlega gegn COVID-19. Bolsonaro hefur ítrekað lagt lítið upp úr alvarleika kórónuveirufaraldursins og hvatt Brasilíumenn til að hunsa leiðbeiningar heilbrigðiskerfisins um að forðast mannamót.

Skömmu áður hafði Twitter neyðst til að eyða færslu Nicolás Maduros, forseta Venesúela, þar sem hann mælti með heimatilbúinni meðferð gegn kórónuveirunni.

Samkvæmt frétt BBC af málinu eru samfélagsmiðlarisarnir vanir að láta færslur þjóðarleiðtoga vera, þrátt fyrir að þeir haldi fram ósannindum.

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir