Kennir kórónuveirunni um hraðaksturinn

AFP

Ástrali sem var stöðvaður af lögreglu í Sydney þar sem hann ók miklu hraðar en heimilt er bar fyrir sig þá afsökun að hann væri á hraðferð á leið á sjúkrahús í skimun fyrir kórónuveirunni.

Lögregla greindi frá þessu í dag en maðurinn ók Lamborghini-bifreið á 160 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst þegar hann var stöðvaður á mánudag. Ökuþórinn var sviptur ökuréttindum á staðnum auk þess sem hann var sektaður. 

Lögreglan hvetur Ástrala, sem grunar að þeir séu með COVID-19, að hringja fyrst í næstu heilsugæslu í stað þess að brjóta lög. „Ef þú telur að þú getir verið með COVID-19 og vilt fá aðstoð læknis eða sjúkrahúss, hringdu á undan þér til að bóka tíma,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Sydney, Michael Corboy og bætir við að ef um neyðartilvik er að ræða  þá eigi að hringja í neyðarlínuna ekki rjúka af stað út í umferðina.

Að sögn lögreglu er búið að taka sýni úr manninum en ekki kom fram hvort hann reyndist smitaður eður ei. Hann er aftur á móti kominn í sjálfskipaða sóttkví.

mbl.is

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir