Sex mánaða fangelsi fyrir að stela úr sjúkrabíl

Mark Manley, 35 ára breskur karlmaður, hefur verið dæmdur í …
Mark Manley, 35 ára breskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að stela hlífðarfatnaði og handspritti úr sjúkrabíl í Lundúnum. AFP

Breskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að stela úr sjúkrabíl við spítala í suðurhluta Lundúna síðustu helgi. 

Mark Manley, sem er er 35 ára, stal hlífðarfatnaði, grímum og handspritti úr sjúkrabílnum auk þess sem hann réðst á öryggisvörð við spítalann sem varð var við þjófnaðinn. Manley játaði fyrir dómi þegar málið var tekið fyrir í dag. Hluti hlífðarfatnaðarins sem hann stal var þegar notaður. 

Dæmt var í öðru máli í gær sem tengist kórónuveirufaraldrinum þegar 55 ára maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hósta á lögreglumann og hóta því að smita hann af COVID-19. 

Bæði brotin heyra undir lög sem fjalla um árásir á viðbragðsaðila sem tóku gildi fyrir tveimur árum. Hámarksrefsing fyrir brot sem heyra undir lögin er 12 mánaða fangelsi.

Maðurinn stal hlífðarfatnaði, grímum og handspritti úr sjúkrabílnum auk þess …
Maðurinn stal hlífðarfatnaði, grímum og handspritti úr sjúkrabílnum auk þess sem hann réðst á öryggisvörð við spítalann sem varð var við þjófnaðinn. AFP
mbl.is