Stórri loftslagsráðstefnu SÞ frestað

Frá loftslagsráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar héldu í New York í …
Frá loftslagsráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar héldu í New York í fyrra. AFP

Stór loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP 26, sem átti að fara fram í skosku borginni Glasgow í nóvember, hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Bresk stjórnvöld greindu frá þessu í dag.

„Í ljósi áhrifa af völdum COVID-19 er ekki lengur hægt að halda hina metnaðarfullu COP 26 í nóvember 2020,“ sagði breska ríkisstjórnin í yfirlýsingu.

Tilkynnt verður síðar hvenær ráðstefnan verður haldin á næsta ári.

Um 30 þúsund manns, þar á meðal 200 þjóðarleiðtogar, áttu að taka þátt í ráðstefnunni sem átti að standa yfir í tíu daga þar sem umfjöllunarefnið átti að vera sú hætta sem stafar af hlýnun jarðar.

mbl.is