Yfir milljón smit staðfest á heimsvísu

AFP

Yfir milljón tilfelli af kórónuveirunni hafa nú verið staðfest á heimsvísu, samkvæmt nýjustu tölum frá John Hopkins-háskólanum. Um er að ræða opinberar tölur en talið er að mun fleiri geti verið smitaðir þótt smitin hafi ekki verið staðfest, enda misjafnt eftir löndum hve mikil áhersla er lögð á að taka sýni úr þeim sem sýna einkenni.

Rúmlega 51 þúsund einstaklingar hafa látist af völdum veirunnar, en um 208 þúsund hafa hins vegar jafnað sig. BBC greinir frá.

Flest tilfelli hafa verið staðfest í Bandaríkjunum, en flest dauðsföll hafa átt sér stað á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert