Óvissa og ótraustar upplýsingar í New York

Margir af þeim Íslendingum sem búsettir eru í New York-borg hafa snúið heim. Gísli Karl Ingvarsson leikari er þó enn staddur í borginni þar sem hann segir óvissuna vera mikla og erfitt sé að treysta upplýsingum um ástandið. Samkomubann er í gildi en margir brjóta það. Hann fer út einu sinni í viku til að sækja sér mat.

Times Square er tómlegt þessa dagana. Hins vegar segir Gísli …
Times Square er tómlegt þessa dagana. Hins vegar segir Gísli Karl að margir brjóti samkomubannið enda sé komið vor sem fólk hefur beðið eftir lengi. AFP

Gísli Karl, sem starfar undir listamannsnafninu Karl Melberg í Bandaríkjunum, sendi mbl.is myndskeið þar sem hann lýsir því hvernig ástandið í borginni birtist honum.

„Hér í New York ríkir mikil óvissa og fólk er ósammála um hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Gísli Karl. Mikið af þeim upplýsingum sem birtast í sjónvarpinu séu hlutdrægar og hans tilfinning er að jafnvel sé betra að fylgjast með íslenskum fréttamiðlum. Mikil pólitík sé í þeim upplýsingum sem dreifist mest og það geri fólk óöruggt.

Fleiri en sex þúsund dauðsföll hafa verið í heildina í …
Fleiri en sex þúsund dauðsföll hafa verið í heildina í Bandaríkjunum og fjöldinn eykst með hverjum deginum sem líður. AFP

Andrew Cuomo ríkisstjóri í New York-ríki hefur kvartað yfir því að illa gangi að fá íbúa borgarinnar til að virða tilmæli um að halda fjarlægð og því hefur leikvöllum og opinberum svæðum verið lokað tímabundið. Þetta tekur Gísli Karl undir og segir að bara með því að kíkja út um gluggann sé hægt að sjá kæruleysi borgarbúa.

Sjúkraflutningamenn við Maimonides Medical Center í Brooklyn flytja veika á …
Sjúkraflutningamenn við Maimonides Medical Center í Brooklyn flytja veika á spítalann. Kvartað hefur verið undan því að spítalar borgarinnar séu illa búnir undir ástandið og skortur á sjúkragögnum er mikill. AFP

Stuðningur við heilbrigðisstéttir mikill  

Líkt og víða um heim hefur fólk sýnt heilbrigðisstéttum stuðning með því að klappa og hrópa fyrir þeim af svölum sínum eða út um gluggann. Þetta segir hann vera orðinn fastan lið kl. 19 á kvöldin og í myndskeiðinu má sjá fagnaðarlætin í gærkvöldi.

Hersjúkraskipið USNS Comfort við Pier 90. 1000 sjúkrarúm eru um …
Hersjúkraskipið USNS Comfort við Pier 90. 1000 sjúkrarúm eru um borð í skipinu en það er einungis lítið brot af því sem þarf til að bregðast við ástandinu. Því hafa bráðabirgðabyggingar og tjöld verið reist víðsvegar um borgina. AFP
Síðasta sólarhringinn hafa um 1200 dauðsföll verið tilkynnt vegna faraldursins …
Síðasta sólarhringinn hafa um 1200 dauðsföll verið tilkynnt vegna faraldursins í Bandaríkjunum en spár gera ráð fyrir að dauðsföll gætu orðið á milli 100.000 og 240.000 í heildina í landinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert