Sundrung eða samstaða framundan?

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á daglegum fundum um kórónuveiruna í vikunni. Sjálfsöryggið er mikið og meðan á fundunum stendur fær maður á tilfinninguna að nú sé hreinlega stutt í að faraldurinn endi. Bandarísk stórfyrirtæki og herinn séu komin í málið og þá sé náttúrlega stutt í að það sé úr sögunni. Sú tilfinning er þó ekki lengi að breytast þegar fundurinn er búinn og sýnt er frá því sem er að gerast í landinu. Hvort sem það er í New York, Kaliforníu eða Suðurríkjunum. Þar er ástandið vont og hraðversnar.   

Heilbrigðisstarfsmenn við Mt. Sinai spítala í New York halda á …
Heilbrigðisstarfsmenn við Mt. Sinai spítala í New York halda á myndum af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur látið lífið í baráttunni við kórónuveiruna. Stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart veirunni og forgangsraðað rangt að undanförnu. AFP

Smitum fjölgar og dauðsföllum sömuleiðis en þau voru 1.200 undanfarinn sólarhring. Þau eru orðin fleiri en sex þúsund og verða líklega orðin flest á heimsvísu í næstu viku. Spár gera ráð fyrir að þau geti orðið á bilinu 100-240 þúsund á næstu mánuðum.

Krísan bætist við ástand þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur hefur dýpkað verulega á síðustu áratugum. Pólitískar skotgrafir hafa dýpkað og enginn forseti hefur verið jafn umdeildur og Trump. „Á undanförnum árum og áratugum hefur orðið miklu meiri gjá í bandarísku þjóðlífi heldur en áður var. Það þjóðfélag sem áður var var svolítið þéttriðið og menn höfðu sameiginleg gildi sem sameinaði Bandaríkjamenn að miklu leyti. Þau hafa trosnað verulega,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur en rætt er við hann í myndskeiðinu um stöðuna í bandarískum stjórnmálum sem sjaldan hefur reynt jafn mikið á og núna. Framundan eru svo forsetakosningar þar sem Trump freistar þess að ná kjöri að nýju. Ekki er langt síðan útlit var fyrir að honum myndi takast það en síðustu vikur hafa gjörbreytt landslagi stjórnmálanna vestra.  

Aðstæðurnar verða sífellt óvenjulegri í Bandaríkjunum. Heilbrigðisstarfsmenn flytja lík í …
Aðstæðurnar verða sífellt óvenjulegri í Bandaríkjunum. Heilbrigðisstarfsmenn flytja lík í kælibíl í Brooklyn í New York. Til að spara pláss á heilbrigðisstofnunum eru slíkir bílar nú nýttir sem líkgeymslur. AFP
Bandarískur efnahagur sér fram á gríðarlegt högg af völdum veirunnar. …
Bandarískur efnahagur sér fram á gríðarlegt högg af völdum veirunnar. Steve Sisolak, ríkisstjóri í Nevada, fyrirskipaði að öll fyrirtæki sem ekki er lífsnauðsynlegt að hafi opið skuli vera lokuð út mánuðinn. Hér má sjá New York spilavítið í Las Vegas sem er eitt þeirra sem var lokað í gær. AFP
Heimilislausir búa í tjaldbúðum í Kaliforníu. Ríflega 700 þúsund störf …
Heimilislausir búa í tjaldbúðum í Kaliforníu. Ríflega 700 þúsund störf glötuðust í marsmánuði. Þetta er versta áfall atvinnulífsins í 45 ár. AFP
Jared Kushner, Donald Trump og Mike Pence. Trump hefur komið …
Jared Kushner, Donald Trump og Mike Pence. Trump hefur komið fram af miklu öryggi að undanförnu og hefur hlotið lof fyrir stærsta björgunarpakka sögunnar sem var kynntur í síðustu viku. Hinsvegar hefur hann verið gagnrýndur harðlega fyrir vanmat á veirunni og að hafa ekki undirbúið heilbrigðiskerfið í aðdragandanum. AFP
Tiffany Teasdale, eigandi byssuverslunarinnar Lynnwood Gun í District of Columbia …
Tiffany Teasdale, eigandi byssuverslunarinnar Lynnwood Gun í District of Columbia ríki, bregður á leik með Daniel Defense DD5 hálf sjálfvirkan riffil í búð sinni. Þar vestra er nú deilt um hvort byssuverslanir séu fyrirtæki sem eigi að vera opnar á þeim forsendum að þau séu lífnauðsynleg. AFP
Framundan eru forsetakosningar sem gera má ráð fyrir að ráðist …
Framundan eru forsetakosningar sem gera má ráð fyrir að ráðist alfarið af því að hvernig almenningur þykir Trump hafa haldið á málum í stærstu krísu seinni tíma. AFP
Heilbrigðisstarfsmaður skimar fyrir kórónuveirunni í Washington DC. Eitt af því …
Heilbrigðisstarfsmaður skimar fyrir kórónuveirunni í Washington DC. Eitt af því sem Trump og stjórn hans hefur fengið gagnrýni fyrir er hversu lítil áhersla var lögð á að skima fyrir veirunni þegar vitað var af útbreiðslunni. AFP
Myndir sem nú berast frá Bandaríkjunum minna oft á heimsendamynd …
Myndir sem nú berast frá Bandaríkjunum minna oft á heimsendamynd úr smiðju Hollywood. Í þetta skiptið er þó ólílklegt að Bruce Willis reddi málunum. AFP
Á síðustu tveimur vikum hafa hátt í tíu milljónir Bandaríkjamanna …
Á síðustu tveimur vikum hafa hátt í tíu milljónir Bandaríkjamanna skráð sig á atvinnuleysisbætur. AFP
Hjúkrunarfræðingar mótmæla að þurfa að nota einnota andlitsgrímur í tvígang. …
Hjúkrunarfræðingar mótmæla að þurfa að nota einnota andlitsgrímur í tvígang. Gagnrýni hefur beinst að stjórnvöldum fyrir að hafa of litlar birgðir af heilbrigðistólum. Í kjölfarið berast fréttir af því að stjórnvöld yfirbjóði aðrar þjóðir í kaupum á gögnum. AFP
TCF Ráðstefnuhöllin í Detroit er einn þeirra fjölmörgu bráðabirgðaspítala sem …
TCF Ráðstefnuhöllin í Detroit er einn þeirra fjölmörgu bráðabirgðaspítala sem settur hefur verið upp í Bandaríkjunum. Þar hafa verið sett upp eitt þúsund sjúkrarúm. AFP
Hermenn gegna stóru hlutverki í viðbrögðum Bandaræikjamanna við faraldrinum.
Hermenn gegna stóru hlutverki í viðbrögðum Bandaræikjamanna við faraldrinum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert