Trump og kórónuveiran: Þá og nú

Skoðanir og viðhorf Donalds Trump Bandaríkjaforseta á kórónuveirunni hafa tekið …
Skoðanir og viðhorf Donalds Trump Bandaríkjaforseta á kórónuveirunni hafa tekið miklum breytingum frá því forsetinn hóf að tjá sig um faraldurinn fyrir nokkrum vikum. AFP

Banda­ríkja­stjórn með Don­ald Trump í broddi fylk­ing­ar hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir aðgerðal­eysi í bar­átt­unni gegn út­breiðslu  veirunn­ar, en óhætt er að segja að Trump hafi gert lítið úr út­breiðslu veirunn­ar í upp­hafi. 

„Við höf­um al­gjöra stjórn á þessu. Þetta er ein mann­eskja sem var að koma frá Kína og við höf­um stjórn á þessu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Trump í viðtali við frétta­mann CNBC á ráðstefn­unni í Dav­os, dag­inn eft­ir að fyrsta smitið var staðfest í Banda­ríkj­un­um. Um mánuði síðar var hann enn á sama máli.

Viðhorf Trump gagnvart kórónuveirunni og útbreiðslu hennar hefur tekið gríðarlegum breytingum á nokkrum vikum. BBC hefur tekið saman stutt myndskeið sem sýnir hvernig afstaða forsetans hefur breyst með þremur skýrum dæmum. 

Flensa eða eitthvað hættulegra? 

„Þetta er flensa, þetta er eins og flensa,“ sagði Trump 26. febrúar og bætti við að innan tíðar yrði hægt að fá sprautu við þessari flensu. Fimm dögum seinna sagði hann hins vegar: „En þetta er ekki flensa, þetta er hættulegt.“

Samskiptafjarlægð (e. Social distancing) eða ekki? 

Samskiptafjarlægð (e. Social distancing) hefur verið áberandi hugtak í baráttunni gegn veirunni og fólk hefur verið hvatt til að halda hæfilegri fjarlægð hvort frá öðru, hér á landi er iðulega talað um „tveggja metra regluna“. 

24. mars sagði Trump að hann vildi ekki að lækning við veirunni verði verri en vandinn sjálfur. „Þú getur eyðilagt ríki með því að loka því alveg.“

Í fyrradag sagði forsetinn að dæmi væri um ríki sem eru að bregðast illa við faraldrinum þar sem þau þekkja ekki samskiptafjarlægð. „Þetta eru ríki sem eru ekki mjög veraldarvön,“ sagði Trump. 

Hvenær lýkur þessu öllu saman?

24. mars sagði Trump að heimsfaraldurinn yrði yfirstaðinn um páskana, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Í fyrradag sagði hann að hann vilji gefa fólki von í stað þess að flytja slæmar fréttir.mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir