Nýr formaður Verkamannaflokksins

Keir Starmer sendi ræðu sína út í gegnum stafræna miðla …
Keir Starmer sendi ræðu sína út í gegnum stafræna miðla fyrr í dag. AFP

Breski verkamannaflokkurinn hefur kosið Keir Starmer sem sinn nýja formann. Var þetta tilkynnt fyrr í dag en Starmer tekur því við af Jeremy Corbyn, sem tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér eftir slæman ósigur verkamannaflokksins í þingkosningunum í desember í fyrra.

„Heiður og forréttindi“

Starmer hefur setið á þingi frá árinu 2015, en áður starfaði hann sem lögmaður og svo ríkissaksóknari. Í þakkarræðu sinni í dag sagði hann nýja hlutverkið „heiður og forréttindi lífs síns“ og sagðist ætla að ráðast í uppbyggingarvinnu með Boris Johnson, formanni Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, sérstaklega í baráttunni við kórónuveiruna.

mbl.is