Boris Johnson fluttur á gjörgæsludeild

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið fluttur á gjörgæsludeildeftir að einkenni hans versnuðu í dag. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í gær vegna kórónuveirusýkingar.

Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Utanríkisráðherrann Dominic Raab hefur verið beðinn að leysa hann af hólmi sem leiðtogi landsins.

Talsmaður Downingstrætis segir Johnson hafa verið fluttan á gjörgæsludeild samkvæmt ráðleggingum lækna og þar hljóti hann fyrsta flokks hjúkrun.

mbl.is