Dauðsföllum fer enn fækkandi á Spáni

For­sæt­is­ráðherra lands­ins, Pedro Sanchez.
For­sæt­is­ráðherra lands­ins, Pedro Sanchez. AFP

Fjórða daginn í röð fækkaði dauðsföllum á Spáni af völdum kórónuveirunnar en 637 létust þar síðasta sólarhringinn.

Alls eru 13.055 látnir á Spáni og skip­ar landið annað sætið á eft­ir Ítal­íu á lista yfir fjölda lát­inna af völd­um COVID-19.

Ekki hafa jafn fáir látist af völdum veirunnar á Spáni síðan 24. mars.

Madríd hef­ur orðið verst úti vegna veirunn­ar en þar hafa 29 pró­sent allra smita komið upp og 4.941 lát­ist.

For­sæt­is­ráðherra lands­ins, Pedro Sanchez, tók um helgina ákvörðun um að framlengja strangt útgöngubann til 25. apríl en upphaflega átti það að gilda fram í miðjan mánuðinn. 


 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert