Landlæknir fór ekki eftir eigin ráðum

Catherine Calderwood baðst afsökunar og sagði af sér.
Catherine Calderwood baðst afsökunar og sagði af sér. AFP

Catherine Calderwood, landlæknir Skotlands, hefur sagt af sér eftir að hún braut tvívegis reglur um útgöngubann. Calderwood hafði ferðast milli heimila sinna innanlands á sama tíma og hún ráðlagði Skotum að forðast óþarfa ferðalög.

Calderwood hafði beðist afsökunar á ferðalögum sínum og Nicola Sturgeon, for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, sagði um helgina að um mistök hefði verið að ræða en Calderwood myndi halda störfum sínum áfram.

Calderwood sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að hún hefði sagt upp.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert