Bjartsýni og skopskyn hjálpa Johnson

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti óskar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, góðs bata og segir að bjartsýni hans og skopskyn muni hjálpa honum að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

„Ég sendi þér innilegar stuðningskveðjur á þessari erfiðu stundu hjá þér,“ sagði Pútín í skilaboðum sem hann sendi Johnson, sem liggur á gjörgæslu. „Ég er viss um að orkan sem þú býrð yfir, bjartsýnin og skopskynið munu hjálpa þér að sigrast á sjúkdómnum.“

Bor­is John­son dvaldi í nótt á gjör­gæslu­deild á sjúkra­húsi í London eftir að ein­kenni hans vegna kór­ónu­veiru­sýk­ing­ar versnuðu í gær. Talsmaður Down­ingstræt­is sagði að þangað hefði John­son verið flutt­ur að ráðlegg­ingum lækna og hann hlyti fyrsta flokks hjúkr­un.

Boris Johnson í mars síðastliðnum.
Boris Johnson í mars síðastliðnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert