Finnar herða eftirlit við landamærin

Finnar herða eftirlit við landamærin að Svíþjóð og Noregi.
Finnar herða eftirlit við landamærin að Svíþjóð og Noregi. AFP

Finnska ríkisstjórnin greindi í morgun frá því að til stæði að herða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins en takmarka á umferð til landsins frá Svíþjóð.

Í sænskum fjölmiðlum kemur fram að starfsfólk heilbrigðiskerfisins fái að fara óhindrað milli Finnlands, Svíþjóðar og Noregs án þess að þurfa að fara í sóttkví.

Aðeins þeir sem eiga nauðsynlegt erindi til Finnlands mega koma þangað frá hinum löndunum.

Auk þess þurfa Finnar sem fara yfir landamærin að fara í sóttkví við heimkomuna.

Fólk þarf að framvísa vottorði frá vinnuveitanda þess efnis að starf þess sé nauðsynlegt og ekki sé mögulegt að sinna því í fjarvinnu.

Alls hafa 477 látist af völdum kórónuveirunnar í Svíþjóð en 27 í Finnlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert