Forsetafrúin fær nýjan starfsmannastjóra

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. AFP

Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, mun á næstu vikum færast til í starfi. Mun hún láta af starfi sínu sem blaðafulltrúi og taka þess í stað við sem starfsmannastjóri forsetafrúarinnar, Melaniu Trump. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu. 

Talið er að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hyggist hrista upp í hlutunum, en nokkur nöfn hafa nú þegar verið nefnd sem hugsanlegir arftakar Stephanie. Þar á meðal er einn talsmanna Trump-stjórnarinnar, Kayleigh McEnany. 

Stephanie Grisham tók við sem blaðafulltrúi Trump-stjórnarinnar í júní í fyrra. Áður hafði Sarah Sanders gegnt þeirri stöðu. 

mbl.is