Hundruð dauðra gæludýra í Pakistan

Aðgerðasinnar hlúa að dýrum sem lokuð höfðu verið inni á …
Aðgerðasinnar hlúa að dýrum sem lokuð höfðu verið inni á mörkuðum í tvær vikur. AFP

Hundruð dýra hafa fundist dauð á gæludýramörkuðum Pakistans eftir að útgöngubann var sett á vegna kórónuveirunnar.

Hundar, kettir og kanínur eru meðal dýrategunda sem fundist hafa dauðar í búrum á gæludýramörkuðum eftir að sölufólk þurfti að loka mörkuðunum í flýti og halda heim til sín vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Pakistan.

Þessum illa leikna ketti tókst að bjarga af mörkuðunum.
Þessum illa leikna ketti tókst að bjarga af mörkuðunum. AFP

Þeim dýrum sem enn lifðu hefur verið bjargað, en það var ekki gert fyrr en hópar aðgerðasinna biðluðu til yfirvalda um að vera hleypt inn á markaðina, tveimur vikum eftir að útgöngubann var sett á.

Meirihluti dýranna, eða um 70%, var dauður þegar að var komið að sögn aðgerðahópsins, en þau sem eftir lifðu sátu skjálfandi innan um þau dauðu án matar, ljóss og loftræstingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert