Kardínáli sýknaður af ákæru um barnaníð

George Pell ekið burt eftir að niðurstaðan varð ljós.
George Pell ekið burt eftir að niðurstaðan varð ljós. AFP

Hæstiréttur Ástralíu sýknaði í dag Geor­ge Pell, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Páfag­arðs og kardí­nála, af ákæru um barnaníð. Hann var síðasta vor dæmdur í sex ára fangelsi fyrir barnaníð en áfrýjaði dómnum.

Pell var dæmd­ur fyr­ir að hafa beitt tvo drengi kyn­ferðis­legu of­beldi í Ástr­al­íu. Aldrei áður hef­ur jafn hátt sett­ur ein­stak­ling­ur inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar verið dæmd­ur fyr­ir barn­aníð.

Pell beitti 13 ára gamla kórdrengi kyn­ferðisof­beldi í dóm­kirkju í Mel­bour­ne árið 1996, sam­kvæmt niður­stöðu tveggja und­ir­dóm­stóla í Ástr­al­íu.

Hæstiréttur sýknaði Pell hins vegar og var honum ekið í klaustur í Melbourne eftir að niðurstaðan varð ljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert