Lýsir yfir neyðarástandi í Japan

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. AFP

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó og sex öðrum hlutum landsins vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í landinu.

„Ég lýsi yfir neyðarástandi,“ sagði forsætisráðherrann fyrr í dag. Það mun ekki ná til alls lands­ins held­ur aðeins til svæða þar sem smit­um hef­ur fjölgað hratt und­an­farna daga.

Fólk er hvatt til að halda sig innandyra og fyrirtæki til að loka eða láta starfsfólk sitt vinna heima.

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst um miðjan fe­brú­ar í Jap­an og hafa Jap­an­ir náð að halda smiti í skefj­um með til­tölu­lega væg­um aðgerðum.

Aldrei hafa hins veg­ar fleiri smit verið staðfest en í fyrradag, þegar ný smit voru 148. Smit­um hef­ur fjölgað jafnt og þétt og alls ekki jafn hratt og í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert