Tæplega ellefu þúsund dauðsföll vestanhafs

Heilbrigðisstarfsfólk í New York í Bandaríkjunum.
Heilbrigðisstarfsfólk í New York í Bandaríkjunum. AFP

Tæplega ellefu þúsund hafa látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum en 368.000 tilfelli hafa verið staðfest þar í landi, að því er fram kemur í tölum frá John Hopksins-háskólanum.

Hvergi hafa jafn mörg smit verið staðfest af völdum veirunnar og eingöngu á Ítalíu og Spáni hafa fleiri látist. 16.523 hafa látist af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu og 13.341 á Spáni.

„Næsta vika verður sorg­leg­asta og erfiðasta stund flestra Banda­ríkja­manna,“ sagði Jerome Adams, land­lækn­ir Banda­ríkj­anna, um helgina. 

Hann sagði að vik­an yrði eins kon­ar „Pe­arl Har­bor-stund“, eða „9/​11-stund“ og vísaði þannig í eina erfiðustu at­b­urði sem banda­ríska þjóðin hef­ur gengið í gegn­um.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á blaðamanna­fundi um síðastliðna helgi að fram und­an væru mörg dauðsföll vegna kór­ónu­veirunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert