Boris John­son er að braggast

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands svarar meðferð vel.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands svarar meðferð vel. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, svarar meðferð vegna kórónuveirunnar vel. Hann var lagður inn á sjúkrahús á sunnudaginn og þetta er því þriðji dagurinn sem hann liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Hann fékk súrefnisgjöf en þurfti ekki að tengjast öndunarvél. BBC greinir frá

Talsmaður Down­ingstræt­is seg­ir að John­son láti vel af sér að öðru leyti. Hann er í góðu sambandi við fólkið sitt. 

Til greina kemur að endurskoða strangar reglur um samkomubann í Bretlandi í næstu viku. Skilaboð stjórnvalda þar í landi eru enn þau sömu; fólk er hvatt til að fylgja banninu og þeir sem haldi sig heima haldi áfram að leggja sitt af mörkum.  

Alls hafa 6.483 manns látist af völdum veirunnar í Bretlandi og þeim fjölgaði um 828 á síðasta sólarhring.

mbl.is