Boris Johnson aftur á gjörgæslu í nótt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindist með kórónuveiruna 27. mars en …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindist með kórónuveiruna 27. mars en var lagður inn á spítala á sunnudag vegna þrálátra einkenna. Á mánudaginn var hann svo lagður inn á gjörgæslu þar sem hann dvelur enn. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varði nóttinni á gjörgæslu, aðra nóttina í röð. Talsmaður Down­ingstræt­is seg­ir að Johnson sé undir ströngu eftirliti en hann var fluttur á gjörgæslu á mánudagskvöld að ráðlegg­ingumr lækna. Hann er ekki í öndunarvél en hefur verið gefið súrefni. 

Edwar Argar, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í morgun að líðan forsætisráðherrans væri stöðug, það færi vel um hann og hann væri brattur. 

Argar var til viðtals í morgunþætti á BBC og ræddi þar um útgöngubannið sem gildir til 13. apríl. Sagði hann ekki tímabært að ræða um afléttingu bannsins þar sem faraldurinn hefur ekki enn náð hápunkti í Bretlandi. „Það er of snemmt að segja til um hvenær hápunktinum verður náð,“ sagði Argar. 

Forsætisráðherran dvelur á St Thomas' spítalanum í miðborg Lundúna.
Forsætisráðherran dvelur á St Thomas' spítalanum í miðborg Lundúna. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann Dom­inic Raab leys­ir John­son af hólmi „þar sem þess er þörf“ enn sem komið er. Tólf dag­ar eru síðan John­son greind­ist með kór­ónu­veiruna. Unn­usta hans, Carrie Symonds, sem er þunguð, hef­ur verið veik í um það bil viku en er á bata­vegi. 

786 létust í Bretlandi í gær af völdum veirunnar og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Alls hafa 6.159 látið lífið og rúmlega 55 þúsund greinst með kórónuveiruna í Bretlandi.


mbl.is