Leggur til milljarð í baráttu við veiruna

Jack Dorsey, for­stjóri og einn stofn­enda sam­fé­lags­miðils­ins Twitter, ætlar að leggja til einn milljarð bandaríkjadala í baráttunni við kórónuveiruna. Dorsey greindi frá því í twitterfærslu í gær.

Að sögn Dorseys er um að ræða 28% af auði hans.

Upphæðina mun Dorsey setja í góðgerðarsjóð sem mun einbeita sér að málefnum eins og menntun stúlkna og borgaralaunum þegar faraldur kórónuveiru er um garð genginn.

Í twitterfærslu vegna málsins segir Dorsey að allt bókhald góðgerðarsjóðsins verði opið.

Umfjöllun BBC.

Jack Dorsey.
Jack Dorsey. AFP
mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir