Meira en helmingur greindra tilfella í heiminum í Evrópu

Yfir 750 þúsund tilfelli kórónuveirunnar hafa verið greind í Evrópu. Í heiminum öllum eru staðfest smit orðin 1.438.291. Yfir helmingur smita hefur því greinst í Evrópu. 

82.726 hafa látið lífið af völdum COVID-19, flestir á Ítalíu eða rúmlega 17 þúsund. Þar á eftir kemur Spánn með 14.555 dauðsföll. 

Dauðsföllum heldur áfram að fjölga í Bandaríkjunum og eru nú tæplega 13 þúsund. 

82.726 hafa látið lífið af völdum COVID-19, flestir á Ítalíu …
82.726 hafa látið lífið af völdum COVID-19, flestir á Ítalíu eða rúmlega 17 þúsund. Hér má sjá ítalskan sjálfboðaliða á vegum Rauða krossins tína túlípana í Róm. Túlípanaræktendur hafa gefið fjölda túlípana til heilbrigðisstarfsfólks til að þakka þeim fyrir vel unnin störf. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert