Skilaboð frá Wuhan: „Lærið af okkar mistökum“

Fólk á gangi í hlífðarbúnaði á Hankou-lestarstöðinni í Wuhan í …
Fólk á gangi í hlífðarbúnaði á Hankou-lestarstöðinni í Wuhan í morgun. AFP

Lífið er aftur að komast í fyrra horf í kínversku borginni Wuhan þar sem kórónuveiran átti upptök sín. Ellefu vikna útgöngubanni hefur verið aflétt á sama tíma og fjöldi smitaðra hefur dregist mjög saman. Engin dauðsföll vegna veirunnar voru skráð í gær.

Búist er við að um 55 þúsund manns muni nýta sér lestarsamgöngur í dag og ferðast út úr borginni, að sögn AFP-fréttastofunnar. 

Íbúar borgarinnar segja frá því í meðfylgjandi myndskeiði frá BBC hvað þeir hafa lært af því sem gerðist og hvetja þeir aðra til að læra af þeim mistökum sem gerð voru í borginni eftir að veiran greindist.

mbl.is