Ungbörn sýndu oftar alvarlegri einkenni sjúkdómsins

Yfir 2.000 kín­versk börn voru rann­sökuð í von um að …
Yfir 2.000 kín­versk börn voru rann­sökuð í von um að varpa ljósi á áhrif kór­ónu­veiru­sýk­ing­ar í börn­um. AFP

Nýlegt yfirlit yfir kórónuveirusmit hjá 2.143 börnum í Kína sýndi að börn á öllum aldri geta smitast en einkenni voru yfirleitt vægari hjá börnum en fullorðnum. Hugsanlegt er þó að börn yngri en sex ára fái alvarlegri sýkingar. Þó þarf að hafa í huga að hjá þeim börnum sem gögnin frá Kína tóku til var einungis minnihluti tilfella með staðfest kórónuveirusmit, eða um þriðjungur þeirra.

Barnaspítalinn í Boston í Bandaríkjunum greinir á heimasíðu sinni nánar frá þessari umfangsmestu rannsókn vísindamanna í Kína á áhrifum kórónuveiru á börn. Rannsóknin var birt í Pediatrics og náði sem fyrr segir til 2.143 kínverskra barna tímabilið 16. janúar til 8. febrúar sl. Niðurstöður benda til að börn og ungmenni fái vægari einkenni en þeir sem eldri eru. Þannig sýndu 4,4% barna og ungmenna engin einkenni, 50,9% sýndu væg einkenni og 38,8% voru með miðlungsalvarleg einkenni.

Af þeim börnum sem sýndu einkenni fengu einungis 0,6% alvarlega öndunarfærasýkingu. Mjög ung börn, einkum undir eins árs aldri, voru þó líklegri til að hafa alvarleg einkenni. Voru 10% ungbarna undir eins árs aldri með alvarleg einkenni en 3% ungmenna eldri en 15 ára.

Niðurstöður annarrar rannsóknar sem birtar voru 18. mars sl. í New England Journal of Medicine bentu til að um 16% barna sýndu engin einkenni. Tók rannsóknin til alls 171 barns og ungmennis í Wuhan í Kína sem smitast hafði af kórónuveiru.

Lesa má þessa umfjöllun í heild sinni hér á mbl.is:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »