Unnusta Assange krefst lausnar hans

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Lögmaður og unnusta Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefst þess að hann verði látinn laus úr fangelsi í Bretlandi á meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar.

Greint var frá því í breska blaðinu Mail on Sunday að Assange væri faðir tveggja barna sem lögmaðurinn, Stella Morris, fæddi á meðan hann dvaldi í sendiráði Ekvadors í London.

Wikileaks staðfesti samband Assange og Morris á twittersíðu sinni. Bresk stjórnvöld eru þar enn fremur hvöt til þess að láta Assange lausan. Hann situr í fangelsi í London og berst gegn framsalskröfu Bandaríkjanna, sem hyggjast ákæra hann fyrir njósnir.

Samkvæmt frétt Mail on Sunday hófst samband Morris og Assange fyrir fimm árum en ári síðar gekk hún með fyrra barn þeirra. Hún hafi ætíð haldið sig utan sviðsljóssins en verði nú að koma fram vegna heilsu Assange.

mbl.is