Aftökum fjölgar í Sádi-Arabíu

Aftökum fjölgaði í Sádi-Arabíu í fyrra.
Aftökum fjölgaði í Sádi-Arabíu í fyrra. AFP

Alls voru 184 manneskjur teknar af lífi af yfirvöldum í Sádi-Arabíu í fyrra og hafa aldrei verið jafn margar á einu ári kvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Á heimsvísu fækkaði aftökum árið 2019 frá fyrra ári. 

Í Írak fjölgaði einnig aftökum og voru þær alls 100 talsins. Flestar aftökur eru í Kína og í fyrra var 251 einstaklingur tekinn af lífi í Íran sem er í öðru sæti listans. Amnesty tekur Kína ekki með á listanum að öðru leyti en þar séu aftökurnar flestar.  

Í fyrra voru 657 fangar teknir af lífi í heiminum sem er 5% færri en árið 2018, samkvæmt lista Amnesty og hafa aftökurnar aldrei verið jafn fáar á síðsta áratug. Tekið er fram að um aftökur sem hafa fengist staðfestar en í Kína er talið að þúsundir séu teknar af lífi á hverju ári en talan er ríkisleyndarmál, segir í frétt BBC. Í Bandaríkjunum voru 22 manneskjur teknar af lífi í fyrra.

Aðeins er vitað um tuttugu lönd í heiminum sem framkvæma aftökur, að því er segir í tilkynningu frá Amnesty. Eins og áður sagði voru 184 einstaklingar telor af lífi í Sádi-Arabíu árið 2019, þar af voru sex konur og og rúmlega helmingur allra var erlendis frá. Til samanburðar var fjöldi aftaka 148 árið 2018.

„ Meirihluti aftaka var vegna refsingar við vímuefnabrotum og morðum. Amnesty International skráði einnig aukna beitingu dauðarefsingarinnar gegn andófi sjíta-múslima sem er minnihlutahópur í landinu.

Fjöldaaftökur voru framkvæmdar í landinu þann 23. apríl 2019 þegar 37 einstaklingar voru teknir af lífi. Á meðal þeirra voru sjíta-múslimar sem voru sakfelldir fyrir hryðjuverk út frá játningum sem fengust með pyndingum. Hussein al-Mossalem var einn þeirra sem var tekinn af lífi þennan dag. Á meðan varðhaldsvist í einangrun stóð var hann barinn með rafkylfu og sætti pyndingum. Hann m.a nefbrotnaði, viðbeinsbrotnaði og fótbrotnaði. Mossalem fór fyrir sérstakan dómstól í Sádi-Arabíu sem var stofnsettur árið 2008 og er ætlaður fyrir einstaklinga sem sakaðir eru um hryðjuverk. Í auknum mæli hefur dómstóllinn verið notaður til að bæla niður andóf.

Fjölda aftaka í Írak tvöfaldaðist árið 2019 miðað við árið áður, úr 52 aftökum árið 2018 í 100 aftökur árið 2019. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er beiting dauðarefsingarinnar gegn einstaklingum sem eru sakaðir um að tilheyra vopnuðum hópi sem kallar sig Íslamska ríkið,“ segir í fréttatilkynningu frá Amnesty á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert